Stjórnendaþjálfun

Stjórnendaþjálfun - Executive Coaching

Fyrir þá sem...
setja sér há markmið og ætla sér að ná þeim hratt og örugglega.

Setur í brennipunkt...
styrk, sýn, innri hvöt (motivation) og markmiðssækni

Leysir úr læðingi ...
vannýtta hæfieika og getu, skapandi hugsun og stjórnunarhæfni

Árangur á að vera...
raunhæfur, mælanlegur, mikilvægur

Vinnuaðferð.
Unnið er eftir fyrirframgerðum samningi við fyrirtæki, stundum fyrir einstaka stjórnendur, en oft fyrir hóp. Yfirstjórn setur markmið iog/eða hver þátttakandi. Verkefni eru vinnutengd og geta snúist um sóknarfæri, bætt innra starf, eflingu starfsmanna, meiri háttar breytingar innan fyrirtækis svo eitthvað sé nefnt. Oftats er unnið á vinnustað viðkomandi, stundum þó símleiðis.

Högni Óskarsson lauk námi og þjálfun í stjórnendaþjálfun (Executive coaching) frá Corporate Coach U í London 2004 (Associate Corporate Coach), hlaut viðurkenningu sem Licenced Coaching Clinic Facilitator 2007, og Associate Certified Coach gráðu frá sömu stofnun 2008.
Högni hefur yfirgripsmikla reynslu í þjálfun stjórnenda fyrirtækja og opinberra stofana á Íslandi.
Nánari upplýsingar um stjórnendaþjálfun er að finna
áwww.executivecoaching.is.

 

address Senda Högna tölvupóst