Stjórnendaþjálfun

Heilbrigðisþjónusta.
Högni Óskarsson hefur starfað sem geðlæknir á Íslandi frá 1980, en þar áður var hann við nám og störf í greininni í Bandaríkjunum.
Stofurekstur.
Meginviðfangsefni Högna í geðlækningum er meðferð við kvíða, þunglyndi og persónuleikaröskunum með áherslu á samtalsmeðferð Læknastofa hans er í Suðurgötu 12, 101 Reykjavík, s. 5621775.
Forvarnir
Högni hefur verið formaður Þjóðar gegn þunglyndi frá stofnun 2003. Verkefnið er á vegum Landlæknisembættisins. Markmið þess er að auka þekkingu fagfólks og almennings á þunglyndi og afleiðingum þess. Undirmarkmiðið hefur verið að draga úr tíðni sjálfsvíga Íslandi. Haldin hafa verið fjöldi námskeiða, vinnubúða og fyrirlestra um allt land eftir ákveðinni aðferðafræði, sem hefur verið þróuð í samvinnu við fjölmarga aðila á meginlandi Evrópu.
Rannsóknir.
Högni er meðhöfundur að mörgum vísindagreinum í alþjóðlegum vísindaritum um geðsjúkdóma. Undanfarin ár hafa þær tengst vinnu hans með Íslenskri erfðagreiningu og evrópsku forvarnarsamtökunum gegn þunglyndi og sjálfsvígum, European Alliance Against Depression. Auk þess hefur hann flutt fjölda fyrirlestra á alþjóðlegum vísindaþingum um sömu efni svo og um faraldursfræði geðsjúkdóma og gæðastjórnun í heilbrigðiskerfinu.
Annað.
Eftir Högna hafa birst fjölmargar greinar í fjölmiðlum um geðheilbrigðismál, stjórnun, samfélagsmál, m.a. um afleiðingar efnahagshrunsins 2008. Margar þessara greina er að finna á þessari vefsíðu undir flipanum "Pistlar".

address Senda Högna tölvupóst