Högni
Hvað er Humus?

Meginverkefni Humus ehf. er á sviði geðheilbrigðisþjónustu, stjórnendaþjálfunar, fræðslu og námskeiðshalds tengdu stjórnun og vinnuumhverfi.
Framkvæmdastjóri og eigandi er Högni Óskarsson
Högni Óskarsson lauk læknanámi frá Háskóla Íslands og sérfræðinámi í geðlækningum í Bandaríkjunum, þar sem hann starfaði í nokkur ár að loknu námi. Högni starfar við geðlækningar á stofu, aðallega samtalsmeðferð (psychotherapy), auk þess sem hann sinnir stjórnendaþjálfun, fræðslu og námskeiðshaldi. Meðal efnisflokka eru bætt vinnulag og vellíðan í vinnu, áfallaúrvinnsla (crisis management), streita og starfskulnun. Í fjölmiðlum hefur hann fjallað um geðheilbrigðismál, stjórnun og önnur þjóðfélagsmál.
Högni hefur unnið ráðgjafar-og nefndarstörf fyrir fjölda aðila, s.s. Heilbrigðisráðuneytið, fyrir World Psychiatrisk Association og Samband norrænu geðlæknafélaganna, þar sem hann var formaður í þrjú ár. Hann var formaður Læknafélags Reykjavíkur 1990-94. Högni vann fyrir Íslenska erfðagreiningu, fyrst við ráðgjöf en síðan sem klíniskur ábyrgðarmaður í rannsóknarverkefnum 1989-2008. Hann hefur verið formaður forvarnarverkefnis Landlæknisembættisins, Þjóð gegn þunglyndi, frá 2003 og sem slíkur tekið þátt í stofnun og uppbyggingu European Alliance Against Depression. Högni sat í bæjarstjórn Seltjarnarness í tvö kjörtímabil.

Helstu samstarfsaðilar:
Vinnuvernd ehf.
Háskólinn í Reykjavík – Opni háskólinn

Humus, lat.: jörð (táknar hér stöðugleika); lífræni hluti moldarefnis (táknar hér grósku, vöxt).

address Senda Högna tölvupóst