Stjórnun og samfélag.

Heimskringla, General Electric og leiðtogaþjálfun.
Það þarf víst ekki að kynna Jack Welch, fyrrum forstjóra General Electric, fyrir lesendum. En ekki er víst að nafn Erlings Skjálsssonar beri oft á góma á leiðtogafundum. Frá öðrum er sagt í Heimskringlu, "öllum kom hann til nokkurs þroska" ...meira.

Glerþakið: Vandi kvenna er afkomuvandi fyrirtækja.
"Þú ert ekki kona" var svarið sem Anne Lauvergnon, núverandi forstjóri franska orkurisans, Areva, fékk frá fyrsta yfirmanni sínum, fyrir 25 árum, þegar hún spurði hann hvort góður árangur hennar í starfi hefði breytt skoðun hans á atvinnuþátttöku kvenna...meira.

Geðheilsa á tímum kreppunnar.
Það dylst víst engum að nú kreppir verulega að á Íslandi. Séu einhverjir enn í afneitun má benda á, að sá varnarháttur sjálfsins er af sama toga og strútsaðferðin...meira.

Reiðin á tímum kreppunnar.
Í dag eru allir landsmenn reiðir. Ekki þarf að rekja enn einu sinni ástæðurnar fyrir reiðinni, staðreyndin er sú að langflestir upplifa sig undir holskeflu vondra tíðinda og dökkrar framtíðarsýnar, sem blandast við afkomuáhyggur...meira.

Á tímum kreppunnar - Leiðtogar óskast
Reiðin heldur áfram að magnast. Hún kemur úr ólíklegustu áttum og í ólíkum tjáningarformum. Gegnum fjölmiðla, bloggsíður, fjöldafundi úti eða inni, í samræðum manna á milli. Undir niðri má skynja örvæntinguna...meira.

Stjórnendur á tímum kreppunnar.
Nú reynir á. Óhætt er að fullyrða að enginn stjórnandi íslensks fyrirtækis hefur áður þurft að fóta sig í rekstrarlandslagi eins og nú hefur sprottið upp. Og væntanlega hafa fæstir haft hugmyndaflug til að hanna í hugarheimi sínum...meira.

"Þú ert ekki kona"
Þegar þetta er ritað bendir margt til þess að veruleg breyting verði á kynjahlutföllum þingmanna eftir næstu kosningar. Með þeim fyrirvörum, að enn liggur ekki fyrir prófkjörsniðurstaða D-lista í Norðvestrinu og að fylgi flokka...meira.

Hvernig tryggja afburðamenn forskot sitt?
Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera þjálfari þeirra bestu, gagnstætt því sem sumir kynnu að halda. Þeir bestu eru jú viðmið keppinautanna, allir vilja komast fram úr þeim. Tiger Woods hefur um árabil verið bestur í heimi golfsinsi...meira

Ert þú og þínir starfsmenn vannýtt auðlind?
Gallup hefur undanfarin ár gert kannanir meðal starfsmanna stórfyrirtækja víða um heim um að hve miklu leiti starfsmenn telji að styrkleiki þeirra nýtist í vinnu. Svörin koma frekar óþægilega á óvart...meira

Er valinn maður í hverju rúmi í þínu liði?
Gamalt orðtak, enn í notkun, segir að það sé valinn maður í hverju rúmi. Upprunaleg merking á við um skipsrúm, þ.e. er setpláss við róður. Á 21. öldinni, þegar ekki þarf lengur að róa áttæringi í gegnum brimskafla, þá er orðtakið helst notað við lýsingu á kappleikjum...meira

 

dividerHeilbrigðismál

Unga fólkið og sumarið – svo kemur haustið.
Í undanfara kosninga hefur lítið farið fyrir umræðu um stöðu skólafólks, sem er að koma út á vinnumarkað sumarsins eftir sviptingasamasta vetur á Íslandi í manna minnum. Fjöldi þeirra er mikill, en vinnutækifærin ógnvænlega...meira.

Fíkn og hinn frjálsi vilji
Áfengisneysla Íslendinga jókst um 63% s.l. 25 ár. Vínmenning hefur batnað. En aukaverkanirnar eru miklar, eins og skráð er í skýrslum heilbrigðisyfirvalda, lögreglu og annarra. Til dæmis hefur mesta aukning innlagna hjá SÁÁ orðið í hópi miðaldra fólks, sérstaklega kvenna...meira 

Sjálfsvíg í velmeguninni –  þörf á forvörnum?
Sjálfsvíg er sorglegur endir á margþættu og flóknu ferli, þar sem saman tvinnast félagslegir, menningarlegir, fjölskyldulegir og geðrænir þættir. Vegur þunglyndi þar mest. “Mörgum hefur og sjúkleiki þessi því miður þröngt til að stytta eymdarstundir sínar í þessu lífi, bæði á Íslandi og annars staðar” ...meira

Að auka skilvirkni í meðferð þunglyndis.
Þunglyndi er einn dýrasti sjúkdómur á heimsvísu. Meðferðin ein og sér er ekki svo dýr þegar þunglyndi er borið saman við aðra langvinna sjúkdóma; mesti kostnaðurinn verður til vegna röskunar á félagslegri virkni. Þar vega hæst neikvæð áhrif á vinnugetu...meira

 

address Senda Högna tölvupóst