Streita.
Streita er samnefni yfir eðlileg viðbrögð sálar og líkama við álagi og ógn. Viðbrögðin eru að mestu sjálfvirk og þeim fylgja viðtækar breytingar í sálrænu ástandi, efnaskiptum líkamans og starfsemi flestra líffæra. Þetta undirbýr einstaklinginn betur til að takast á við hættur og standast álag. Streita er í raun jafn mikilvægur hluti af daglegum vörnum okkar og ónæmiskerfið er fyrir sýkingarvarnir líkamans.
Verða streita og mikil eða langvinn getur myndast hættuástand. Margir svo kallaðir lífstílssjúkdómar eða menningarsjúkdómar eru streitutengdir og streita er mikilvægur áhættuþáttur við marga alvarlega sjúkdóma.
Mikil streita truflar vinnugetu beint með neikvæðum áhrifum á minnisgeymd og einbeitingu, tilfinningastjórnun og samskipti.

Starfskulnun.
Viðvarandi streita leiðir oft til starfskulnunar (burn-out). Oft eru það bestu starfsmennirnir, sem eru í hættu, þeir sem leggja sig mest fram. Orsakirnar má finna hjá viðkomandi, í starfsumhverfi og stjórnuninni, og/eða í ytra umhverfi fyrirtækis eða stofnunar.
Einkennin eru margvísleg hjá þeim sem er í hættu; stöðug þreyta, áhugaleysi, pirringur, kaldhæðni og niðrandi tal um aðra, vaxandi tilhneiging til einangrunar, tómleikatilfinning og tilgangsleysi, gleymska, forðast ábyrgð.

Afleiðingar.
Bæði viðvarandi streita og starfskulnun draga mikið úr afköstum í vinnu, ekki aðeins með auknum veikindafjarvistum, heldur líka með minni viðveru á vinnustað, þ.e. viðkomandi er á vinnustað, en ekki í vinnunni í huganum. Þetta ástand getur smitast út á vinnuhópa. Ekki þarf að taka fram að þetta ástand hefur áhrif á framleiðni fyrirtækis.

Leiðir til bóta.
Humus ehf. bíður upp á fræðslu og þjálfun fyrir stjórnendur í forvörnum gegn starfskulnun og um leiðir til að draga úr neikvæðri streitu á vinnustað. Sömuleiðis er boðið upp á skimun fyrir kulnun hjá áhættuhópum og sérsniðna hópavinnu fyrir einstaklinga í hættu

address Senda Högna tölvupóst